föstudagur, október 07, 2005

Hæ hæ!

Ástæðan fyrir því að ég er að blogga er sú að ég náði GOLDBOAT alla leið frá BSÍ og hingað heim og langaði svo að segja einhverjum það! Fyrir þá sem ekki vita, þá er goldboat það hugtak sem ég hef fundið upp fyrir það að lenda á grænu ljósi alla leið frá stað A til staðar B, og þessi goldboat sem ég náði áðan var eflaust sá lengsti sem ég hef nokkurn tíman náð!

Enn fyrst ég er að þessu á annað borð ætti ég svo sem að geta gefið smá innsýn í það sem hefur á daga mína drifið seinustu daga (vikur/mánuði)...

Sumarið
Í sumar fór ég til spánar með Heiðrúnu, Gullu og Emil. Það var svaka gaman og gistum við á Castle Beach hótelinu á costa del sol. Mig minnir að bærinn hafi heitið Toremolinos eða eitthvað þannig. Ég fór líka til Marokkó með heimsferðum frá spáni með ferju. Þannig að núna hef ég komið til Afríku! Glæný heimsálfa fyrir mig. Í Morokkó sá ég konungshöllina, fullt af rusli og endalaust af götusölum. Ég lét þessa götusala plata mig helvíti mikið og ég endaði með mest af drasli af öllum túristunum þegar frá við héldum heim.
Það sem ég keypti var:
1) Arabískt teppi handvafið af arabískum hirðingjakonum, það tekur víst 1 og 1/2 ár að vefa svona teppi.
2) Töfralyf úr náttúruapóteki, smyrsl úr blómum, mintu-te og slökunarolíu (3 saman því þá fékk ég afslátt).
3) Arabahatt eins og Aladdín er með í disneyteiknimyndini.
4) Gimbi, sem er 4-strengja gítar úr tré og geitarskinni.
5) bongó trommur.
6) ofl drasl...

Ég var líka að vinna á tónleikum í Egilshöll í sumar. Foo fighters, iron maiden, queens of the stoneage og Duran duran. Síðan fór ég á Akureyri á verslunarmannahelgini, það var ágætt, hápunkturinn var eflaust Doors Tribute band á sjallanum. Það var Mega. Og auðvitað fór ég á dönsku dagana í Stykkishólmi, en þeir voru frekar slappir af minni hálfu því ég var hálf lasin og fór bara snemma að sofa.

Vinnan
Ég er enn þá að vinna í Egilshöllini (temp job my ass), og er orðin svona semi-yfirmaður þar í fótboltahúsinu, sem er bara helvíti gaman verð ég að segja. Kominn með fín laun og ágætis stöðu þannig að maður spyr sig hvenær maður drattist aftur í skóla.

Pási
Pási páfagaukur er stelpa, þar af leiðandi heitir han... hún, núna Pása.

Porsinn
Það var Akureyringur sem vinnur fyrir kjarnafæði sem klessti aftan á mig um daginn! Stuðarinn gekk smá inn en ég var í rétti og tryggingarnar borguðu brúsann og bíllinn lítur bara vel út aftur. Ég þarf bara að bóna hann.

Íbúð
Það var víst leki úr klósettinu mínu sem fór niður í kjallara og í geymslur hjá fólki á 6. hæð, þannig að í seinustu viku komu píparar og rifu í sundur baðherbergið mitt og gerðu við lekann. Núna fæ ég nýjar flísar frá tryggingunum (guð blessi tryggingar) og ég er að pæla í að kaupa mér nýtt bað og vask í leiðini til að flikka aðeins upp á þetta 70's baðherbergi.

Heiðrún
Er æðislega sæt!

Þetta ætti að duga út 2005, bæjó!

Lag dagsins: Nýja lagið með Mínus og Barða sem ég veit ekki hvað heitir (it rocks!)

Kristinn Painted! @ 12:33 f.h.


þriðjudagur, maí 03, 2005

Halló!

Hérna sit ég á nærfötunum í nýju íbúðini minni og blogga, hlutur sem ég hef ekki gert lengi. Les nokkur sála þetta blogg enn þá? Fyrir utan Guðrúnu frænku þar að segja.

Já þið lásuð rétt, ég er nú stoltur íbúðareigandi að Æsufelli 6. Gott að geta haldið sig í Breiðholtinu, maður er orðinn hálfgerður Breiðhyltingur af því að hafa verið svona lengi í Dúfnahólum og verið 3 og hálft ár í FB. Maður er meira segja næstum farinn að halda með Leikni þegar þeir spila í höllini.

Jebb ég er enn þá að vinna í Egilshöll, sem er allt í lagi svo sem. Ég verð alla vegana að vinna á öllum tónleikum sem verða haldnir þar í sumar, en þar stíga margar hljómsveitir á svið í sumar. M.a. Iron Maiden, Queens of the stoneage, Foo fighters, velvet revolver(Stone temple pilots og Guns & Roses! Stone temple pilots eru með mínum betri böndum) og ekki má gleyma Duran Duran...

18. maí, eða eftir 15 daga þá fer ég út til Spánar! Eða nánar til tekið til Costa De Sol ásamt Heiðrúnu, Gullu og Emil. Ég ætla mér líka að reyna að hitta á José þegar ég kem þangað, vinalega spánverjann sem ég kynntist seinasta sumar.

Núna á ég líka páfagauk. Hann er Gári og heitir Pási annar eftir gamla páfagauknum mínum pása sem ég átti þegar ég var 6 ára til svona 9 ára. Pási annar er frekar geðveikur, kemur ekkert mikið út úr búrinu sínu en er farinn að gera meira af því. Síðan er hann mikið fyrir að syngja með bítlalögum þegar ég set það á hérna.

Jæja þetta ætti að duga næstu 2-3 mánuðina, þarf að skjótast niður í bæ að kaupa afmælisgjöf fyrir Heiðrúnu, hún verður 19 ára á föstudaginn.

Lag dagsins: Queens of the Stone age - Medication

Kristinn Painted! @ 3:43 e.h.


fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Akkúrat núna, eins og svo oft áður, er ég í vinnuni! Það hefur ekki mikið skeð í mínu blessaða lífi síðan ég skrifaði seinustu færslu í desember. Og nú smá yfirlit...

Íbúðir og flutningar
Ættu vonandi að fara að gerast fljótlega, en ég er ekki enn þá búinn að fá arfinn minn en hann hefur alltaf átt að vera stólpinn fyrir öllu þessu braski, þannig að ég aðhefst ekkert fyrr en ég er kominn með peningana milli handana. Þannig að ég hef ekkert verið að skoða íbúðir undanfarið. Fasteignaverð ríkur upp þessa dagana og ég er hálf hræddur um hvernig þetta endar ef ég fer ekki fá neina peninga á næstuni.

Porsche
Porsinn var samt ekki fyrr orðinn fornbíll en hann fór að klikka. Neitaði að starta sér stundum þegar kalt var í veðri. Ég læt taka startaraboxið í sundur og lét athuga hvort að kolin væru orðin eitthvað eydd en svo var ekki og þá stóð ég ráðþrota í 2 vikur þangað til að pabba datt í hug að þetta gæti verið startbotninn(Ég veit ekki heldur hvað það er), svo að það var skipt um hann og nú er porsinn sprækur á ný!

Vinnan
Ég er búinn að vinna í 3 mánuði í Egilshöllini núna og er því orðinn fullráðin. Það sama er ekki hægt að segja um Malla, manninn sem vann vaktirnar á móti mér því hann var rekinn fyrir vanrækslu á sínum störfum. Ég fór líka á fund með framkvæmdastjóranum um daginn og bað um launahækkun því ég er svo duglegur, og sýndi honum töflu sem ég prentaðu út á www.vr.is þar sem ég reiknaði út meðallaun þessa starfs sem ég er í núna og komst að því að ég er dáldið undir meðal lagi. Vonandi fæ ég örlítið betra kaup, því hver þúsundkall telur. Núna á eftir er meira að segja úrslitaleikurinn í reykjavíkurmótinu, en þá spilar Valur gegn FH í æsispennandi fótbolta. Það verður spennó.

Warhammer
Ég og Emil erum komnir með langþráða warhammercomebackið aftur! Eftir að hafa ekkert spilað í 2 ár erum við núna búnir að taka tvo leiki sem ég vann báða, hehehe! Fyrir þá sem ekki vita hvað warhammer er þá er það borðspil þar sem maður er með fullt af litlum tindátaköllum sem maður er búinn að mála og gera flotta á borði og svo færir maður þá til með tommustokk og reynir að drepa hina tindátana með því að kasta teningum og svona. Back in the day fór ég meira að segja á warhammermót, en þá komst ég tvisvar í 3. sæti, og fékk einu sinni viðurkenningu fyrir best málaða herinn og einu sinni viðurkenningu fyrir að vera skemmtilegasti spilarinn. Já ég veit ég er nörd.

Jæja þetta ætti að duga fyrir næstu tvo mánuði, hafið það gott og lifið heil!

Lag dagsins: Solid I.V. - Bitch

Kristinn Painted! @ 4:42 e.h.


mánudagur, desember 20, 2004

í vinnuni, í vinnuni, ég virðist alltaf vera...

Góðan dag gott fólk, Kiddó hér enn aftur að blogga úr húsvarðarskrifstofuni í höllini. Lítið sem ekkert um að vera hjá mér núna enda er farið að líða að jólum, já mikið rétt, blessuð jólin eru að ganga í garð. Þessi jól verða fyrstu jólin mín með pabba og fjölskylduni hans, og einnig fyrstu jólin mín með pabba í 13 ár held ég. Þar sem að ég er að vinna milli jóla og nýárs hef ég ákveðið að eyða hátíðunum hér fyrir sunnan í fyrsta sinn á ævi minni! Ég ætla ekki að gefa margar jólagjafir, er reyndar bara búinn að ákveða að gefa þrjár og búinn að kaupa tvær. Ég er sem sagt búinn að kaupa gjöf fyrir litlu systkinin, og ekki slæmar gjafir þar á ferð, enda ætla ég að reyna að vinna mér inn smá stig hjá þeim fyrst ég hitti þau svo lítið. Síðan ætla ég að gefa Heiðrúnu kærustunni minni jólagjöf líka, og ég er búinn að ákveða hvað það verður en er ekki enn búinn að kaupa það, geri það líkast til á morgun. Og ætli ég kaupi svo ekki eitthvað cheap dót fyrir helga, hjalta, emil og pabba, og læt svo þar við sitja því ég er ekkert alltof ríkur þessa dagana.

Fljótlega eftir áramót ætla ég líka að kaupa mér íbúð hér í borg óttans. Ég er búinn að skoða tvær holur, aðra í árbæ og hina í reykjavík, en læt það vera að kaupa eitthvað rugl, því ef maður ætlar á annað borð að kaupa íbúð og binda sig fjárhagslega næstu 30-40 árin þá verður maður að kaupa eitthvað sem á ekki eftir að verða dýrt í viðhaldi eða er hreinlega alltof lítið eins og þessi þarna í árbænum. Þar var ekki einu sinni hurð á svefnherberginu! Og til þess að komast í svefnherbergið í íbúðini í reykjavík hefði ég þurft að labba yfir sameignargang til að komast inn í svefnherbergið! Enn það er nú bara algert must að geta labbað um á nærunum þegar maður á sitt eigið place, ekki satt?

Síðan um daginn rakst ég á snilldarforrit á netinu sem kallast dosbox. En það gerir þér kleyft að keyra alla gömlu DOS leikina sem að voru spilaðir hvað mest á níunda og snemma á tíunda áratugnum. Þannig að núna get ég spilað leiki á borð við Ultima 8, X-com, alone in the dark, colonization, master of magic og fleiri gamla góða klassíska leiki. Hér getur þú fundið Dosbox og mikið af gömlu klassísku leikjunum.

Og svo er ég kominn með kærustu! Heiðrún heitir hún og er garðabæjarmær sem leggur stund á list við fjölbraut í garðabæ. Svaka myndarleg og gáfuð stúlka finnst mér, mhm.

Og svo nokkrir fróðleiksmolar sem ég hef lært úr National geographic blöðunum sem ég keypti á svo góðan prís í kolaportinu.

Stærsti fiskur heims er Hvalahákarlinn, en hann fær nafn sitt frá stærð sinni og þeirri ástæðu að hann borðar svif og smáfiska eins og skíðahvalir.
Ástæðan fyrir því að við fáum svona oft kvef er sú að kvefveirum skiptir þúsunundum. Þegar þú ert búinn að byggja upp ónæmi gegn einu kvefi getur þú alltaf fengið annað, ólíkt veirum á borð við hlaupabólu, hettusótt og rauðu hundana, sem flestir fá aðeins einu sinni.
Á hverjum mánuði deyja út tvö tungumál víðs vegar í heiminum.

Læt þetta duga í bili, hafið það gott og gleðileg jól!

Lag dagsins: John Lennon - War is over

Kristinn Painted! @ 5:30 e.h.


sunnudagur, nóvember 28, 2004

Sandra mín er dáin :(

Ég var úti áðan að fylgjast með henni í 20 mínútur þar sem hún eins og venjulega eftir veðrasamar nætur, var að endurbyggja vefinn sinn. Ég er lengi búinn að dást af þrautseigju hennar Söndru minnar, en nú er lífshlaup hennar á enda. Áðan kom Raggi upp á svelli til mín og sagði mér að það væri ógeðslegt kvikindi uppi við starfsmannastæði. Ég tjáði honum að kvikindið héti Sandra og væri ekki ógeðsleg. Stuttu seinna heyrði ég hann vera að tala við vin sinn í símann, að hann ætlaði að sýna honum "soldið". Ekki vissi ég að þetta "soldið" væri Sandra, og síður grunaði mig það að hann væri að skipuleggja morð hennar ásamt þessum vin sínum. Þegar ég leit út áðan í sígó og til að heimsækja vinkonu mína kæru, var glænýji vefurinn horfinn og beint fyrir neðan þar sem vefurinn var lá blaut húfa með Söndru minni klesstri við hana. Ég brast í grát (nánast) og potaði í hana með strái. Hún hreyfði eina af átta löppum sínum um nokkra millimetra en hreyfði sig svo ekki meir.... aldrei meir. Hvíl í friði Sandra mín, og hafðu það gott í köngulóa-nirvana.

Ó Sandra mín,
þú varst svo fín,
Könguló.

Kristinn Painted! @ 2:25 e.h.


þriðjudagur, nóvember 23, 2004

HALLÓ!!!

Kiddó snúinn aftur? Neei, mér leiðist bara svo mikið í vinnuni að ég ætla að nýta pásurnar mínar (sem eru þó nokkrar) til að skrifa eitt myndarlegt blogg. Margt hefur skeð seinasta mánuð og ég ætla að reyna að segja ykkur frá sem flestu.

Vinna
Ég er byrjaður að vinna í Egilshöllini í grafarvoginum, sem er stærsta íþróttarmiðstöð landsins. Starfsheiti mitt er húsvörður, og í því felst m.a. að skamma krakka, þrífa hluti, eftirlit ofl... Núna t.d. er ég á kvöldvöktum. Þá vinn ég frá 16:00 til 00:30, en þá athuga ég hvort allt er læst og loka svo húsinu þegar allir eru farnir út.

Stykkishólmur vs Reykjavík
Ég hef tekið þá ákvörðun að flytjast búferlum og kaupa mér íbúð hér í borg óttans. Hef verið að skoða nokkrar íbúðir á netinu undanfarið og líst enn sem komið er bara best á gamla góða breiðholtið. Býst við að búa einhversstaðar í fellunum, en þar er ódýrast að kaupa vegna allra félagsíbúðana og dópistana sem eru þar. En ég læt það ekki á mig fá, enda allvanur þessari gettóstemmningu hér í breiðholtinu. Og auðvitað ætlar maður að skoða þessi alræmdu 100% bankalán sem allir eru að tala um.

Sandra
Það er Könguló með vef við starfsmannainganginn í Egilshöll sem ég hef skýrt Söndru. Hún er búin að vera þarna síðan ég byrjaði, og þótt að vefurinn hennar fari í mask öðru hvoru vegna veðurs, þá er hún alltaf búin að endurbyggja hann daginn eftir. Síðan er hún svo sniðug að hafa vefinn fyrir neðan eitt af útiljósunum því flugur sækja í ljósið og svo fær Sandra smá hita frá ljósinu meðan þessi kaldi vetur gengur yfir.

Porsche
Gengur eins og klukka, en rúðuþurrkan farþegamegin er farin úr sambandi, ætti ekki að vera mikið vesen. Síðan lánuðu afi og amma mér fyrir flunkunýjum vetrardekkjum eftir að ég missti stjórn á bílnum á reykjanesbrautinni um daginn, snérist í einhverja hringi og lenti út í kanti. Bæði bíll og ég heilir á líkama og sál nota bene.

Fleira var það ekki í bili, má þess til gamans geta að þetta blogg var skrifað á 3 tímum! Læt sjá mig hérna fljótlega... örugglega.

Kristinn Painted! @ 7:30 e.h.


fimmtudagur, október 28, 2004

Four letter word, from me came, verbally ...

Í dag vorum ég og Emil í nóatúni og það voru krakkar þar með tombólu. Ég ákvað að kaupa eitthvað drasl af þeim og rétti strák sem var þarna 100 krónur og í staðinn fékk ég McDonalds fótboltaspil og styttu af kisu sem á stóð "I love you". Ánægður með skranið og að hafa glatt krakkana gerði ég mig tilbúin til að ganga í burtu en þá fór ein af stelpunum á tombólunni að hanga utan í fötunum á mér og Emil til skiptist og heimti að við keyptum eitthvað meira. Þegar hún var búin að elta okkur í gegnum hálfan hólagarð, togandi í okkur og nauðandi út í eitt, náði Emil að múta henni til að fara með kisustyttuni sem ég var nýbúinn að versla. Síðan pössuðum okkur að nota annan útgang til að lenda ekki í þessu krakka afstyrmi aftur. Rosalega eru börn nú til dags dónaleg.

Lag dagsins: Rammstein - Moskau

Kristinn Painted! @ 6:15 f.h.


Hver er ég?

Nafn: Kiddó
Aldur: 19
Staður: Rvk/Breiðholt
e-m@il: kiddo@bughunt.net
Hár: Já

The WeatherPixie

Vinir

Ericsson
Bragi
Hjalti
Oddur
Bjarney
Lalli
Þórdís
Súsanna
Viggó
Tobba
Tinna
Keli
Óli

Teljari

Linkar

FISH
Ævintýri Kiddó!
mBlog
Landið mitt

Spjall

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)Archives

12/01/2002 - 01/01/2003
01/01/2003 - 02/01/2003
02/01/2003 - 03/01/2003
03/01/2003 - 04/01/2003
04/01/2003 - 05/01/2003
05/01/2003 - 06/01/2003
06/01/2003 - 07/01/2003
09/01/2003 - 10/01/2003
10/01/2003 - 11/01/2003
11/01/2003 - 12/01/2003
12/01/2003 - 01/01/2004
01/01/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 03/01/2004
03/01/2004 - 04/01/2004
04/01/2004 - 05/01/2004
05/01/2004 - 06/01/2004
06/01/2004 - 07/01/2004
07/01/2004 - 08/01/2004
09/01/2004 - 10/01/2004
10/01/2004 - 11/01/2004
11/01/2004 - 12/01/2004
12/01/2004 - 01/01/2005
02/01/2005 - 03/01/2005
05/01/2005 - 06/01/2005
10/01/2005 - 11/01/2005